Aðalfundur Máls og sögu og fyrirlestur Þorgeirs Sigurðssonar

Aðalfundur félagsins verður haldinn föstudaginn 24. maí nk. kl. 15:15 í stofu 106 í Odda. Eftir fundinn eða kl. 16:00 mun Þorgeir Sigurðsson doktor í íslenskri málfræði og sérfræðingur í þróun norrænnar bragfræði flytja erindi sem hann nefnir:

Rím og hljóðön — Kenning Hreins um fornt rím í íslensku og af hverju það skiptir máli að rímið byggi á hljóðönum og lýsir svo:

Í dróttkvæðu alrími þurfa sérhljóð að vera þau sömu. Frá þessu eru undantekningar. Sú helsta er að a og ǫ geta rímað saman og er það kallað ónákvæmt rím. Þetta rím leiðir til spurninga um hvort rím dróttkvæða endurspegli hljóðkerfi íslenskunnar eða ekki. Í erindinu verður sagt frá nýlegum athugunum á rími tvíhljóðanna ja, jǫ og og rætt hvernig þetta rím fellur að kenningu Hreins Benediktssonar um ónákvæmt rím.

Allir velkomnir.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *